bygg 1170
bygg 1170

Mannlíf

Keflavíkurport í anda Kolaportsins í 88 húsinu í dag
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 1. desember 2019 kl. 13:12

Keflavíkurport í anda Kolaportsins í 88 húsinu í dag

Í dag er seinni dagur svokallaðs Keflavíkurports í 88 húsinu. Um er að ræða markað með notaðan og nýjan varning en einstaklingum í Reykjanesbæ bauðst að setja upp söluborð í 88 húsinu nú um helgina.

Mikið er af fatnaði á markaðnum en einnig ýmislegt annað handverk og munir sem eru tilvaldir til jólagjafa eða skreytinga fyrir jólin.

88 húsið er að Hafnargötu 88 í Keflavík og markaðurinn er opinn til kl. 17:00 í dag.