RVK Asian
RVK Asian

Mannlíf

Jólalukka VF í tuttugu verslunum
Föstudagur 6. desember 2019 kl. 09:53

Jólalukka VF í tuttugu verslunum

58“ Philips UHD TV, 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó og Icelandair flugmiðar meðal þúsunda vinninga

Tuttugu verslanir og þjónustuaðilar á Suðurnesjum eru með í Jólalukku Víkurfrétta 2019 en þetta er í nítjánda skipti sem Víkurfréttir standa fyrir þessum vinsæla skafmiðaleik í samvinnu við verslanir og þjónustuaðila í desember. Nærri sex þúsund vinningar eru í Jólalukkunni en auk þess verða glæsilegir vinningar dregnir út þrisvar sinnum í desember, m.a. þrjú 58“ Philips Smart sjónvörp, tvö 100 þúsund kr. gjafabréf í Nettó og átján 15 þúsund króna gjafabréf í Nettó og þá verða samtals sjö Evrópuferðir með Icelandair í Jólalukkunni þetta árið.

Jólalukkan hefst laugardaginn 6. nóvember en í þessum vinsæla jólaleik sem gengur út á það að fyrir 6000 kr. viðskipti fæst afhentur skafmiði í tuttugu verslunum á Suðurnesjum. Vinningar eru frá 54 fyrirtækjum á Suðurnesjum, allt frá tveggja lítra Coca Cola eða Egils Appelsíni upp í Icelandair ferðavinninga og nánast allt þar á milli.

Þúsundir skemmtilegra vinninga

Auk fyrrnefndra vinninga má nefna fleiri eins og vegleg gjafakort frá Bláa lóninu, tíu mánaðarkort frá Sporthúsinu, átta tíu skiptakort frá Vatnaveröld, 3D mælingu frá einka.is, bílaþrif frá Bílahóteli og þá eru 50 útleigur á sendibíl frá Sendibílaþjónustu Suðurnesja, sendibilinn.is. Þá má nefna 30 KEA hamborgarhryggi, 30 KEA hangilæri og 50 Emmess hátíðarístertur, tíu kalkúnar og fimmtán ostakörfur  frá Nettó, einnig fjölda bóka frá vinsælustu rithöfundum landsins eins og Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur. Þá eru veglegar úttektir frá tuttugu verslunum sem taka þátt í jólaleiknum.

Tvö hundruð heppnir munu fá ís á Bitanum og í Ungó, á Pulsuvagningum bíða eitt hundrað pulsur og kók, Sigurjónsbakarí gefur 50 snúða og Héðinsbollur, tugir af pítsum eru frá Langbest og Fernando’s, hádegisverðir frá KEF resturant, Réttinum, Soho og Hjá Höllu og gjafabréf frá Serrano, Library Bistro Bar, Orange Street Food og KFC. Einn heppinn mun fá gistingu á Junior svítu á Hótel Keflavík. Þá munu 50 bíómiðar frá Sambíóunum renna út í leiknum, sem og fjöldi aðgöngumiða að körfubolta- og knattpyrnuleikja Keflavíkur. Tuttugu og fimm aðilar munu geta riggað upp frostljósaseríu í glugga frá Húsasmiðjunni. Hundrað vinningar eru frá Líkama og Boost í Sporthúsinu. Frá Múrbúðinni eru jólatré og ferðagasgrill.

Skila vinningslausum miðum í Nettó

Punkturinn yfir i-ið er svo útdráttur skafmiða sem skilað er í Nettó í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Í desember verða dregnir út þrjú 58“ Philips Smart TV, þrír Icelandair ferðavinningar, tvö 100 þús. króna gjafakort frá Nettó auk átján 15 þús. kr. gjafakorta frá sömu verslun. Útdrættir verða þrisvar í desember og verða nöfn vinningshafa kynnt á vf.is og í blaðinu. Það er því vissara að skila miðum sem fyrst, því til mikils er að vinna.