Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Fjölskyldumynstur  - Listamannsleiðsögn í listasal Duus-safnahúsa
Þriðjudagur 11. júní 2019 kl. 11:32

Fjölskyldumynstur - Listamannsleiðsögn í listasal Duus-safnahúsa

Laugardaginn 15. júní kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Erlu S. Haraldsdóttur, Fjölskyldumynstur, sem opnuð var 31. maí sl. Það verður Erla sjálf ásamt Ingu Þóreyju Jóhannsdóttur sýningarstjóra sem taka á móti gestum og spjalla um verkin.

Á sýningunni má sjá ný málverk og lithographíur byggðar á fjölskyldusögu og endurminningum Erlu. Hún finnur tengingar við myndefnið í abstrakt mynstrum Ndbele ættbálksins sem hún kynnti sér í vinnustofudvöl í Suður Afríku.

Auk hefðbundinna málverka Erlu S. eru á sýningunni mynstur unnin beint á veggi og hafa nokkrir nemendur úr málaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík aðstoðað við gerð þeirra. Myndirnar sem Erla S. sýnir eru meðal annars tilkomnar vegna áhuga hennar á að kynnast uppruna sínum; formæðrum og ættkonum. Samtímis því að Erla S. kynnir sér menningararf kvenna í annarri heimsálfu, minnir listakonan á að í dag lifum við í heimsþorpi þar sem ólíkir menningarheimar þurfa að vinna saman í sátt og samlyndi.
 

Public deli
Public deli