Afmæli Garðskagavita fagnað á Byggðasafninu á Garðskaga
Byggðasafnið á Garðskaga fagnar 80 ára afmæli Garðskagavita þriðjudaginn 10. september. Hátíðardagskrá hefst kl. 17:30 á byggðasafninu.
Flutt verða ávörp, boðið verður upp á söng og ljóðalestur. Þá kynnir Byggðasafnið á Garðskaga tvær sýningar, lýðveldissýningu og vitasýningu.
Kaffiveitingar eru á safninu og öll eru velkomin.
Í tilefni af 80 ára afmæli Garðskagavita komu félagar úr Söngsveitinni Víkingum saman í vitanum á dögunum og sungu lagið „Brennið þið vitar“. Myndatökumaður Víkurfrétta tók upp sönginn og skreytti með myndum úr safni Víkurfrétta. Myndbandið er í spilaranum hér að neðan.
Svona er dagskráin:
Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ávarpar gesti
Ávarp, bæn og blessun séra Sigurðar Grétars Sigurðssonar
Söngsveitin Víkingar
Vegagerðin - ávarp
Hjörtur Páll Davíðsson les ljóð Ásdísar Káradóttur, vitavarðar
Byggðasafnið á Garðskaga - Lýðveldisýning, Vitasýning
Kaffiveitingar á safni
Öll Velkomin