Flugger
Flugger

Mannlíf

130 ára afmæli Kálfatjarnarkirkju fagnað
Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd er 130 ára í ár. Tímamótunum var fagnað með kirkjudegi síðastliðinn sunnudag. Á myndinni að ofan má sjá þegar séra Bolli Pétur Bollason, prestur, Guðmundur Brynjólfsson, djákni, og séra Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur, þökkuðu kirkjugestum komuna á kirkjudaginn og buðu til kaffisamsætis í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. VF/Hilmar Bragi Bárðarson
Sunnudagur 21. maí 2023 kl. 06:05

130 ára afmæli Kálfatjarnarkirkju fagnað

Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd var haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag. Við sama tækifæri var haldið upp á 130 ára afmæli Kálfatjarnarkirkju, sem var vígð 1893.

Séra Arnór Bjarki Blomsterberg ,sóknarprestur í Tjarnarprestakalli, og séra Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnarprestakalli, þjónuðu fyrir altari en Guðmundur Brynjólfsson, djákni, predikaði. Guðmundur er fæddur og uppalinn á Ströndinni en starfar í dag sem djákni á Selfossi. Kór Kálfatjarnarkirkju söng undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur, organista.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Séra Bolli Pétur Bollason, prestur, Guðmundur Brynjólfsson, djákni, og séra Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur, þökkuðu kirkjugestum komuna á kirkjudaginn að Kálfatjörn og buðu til kaffisamsætis í Tjarnarsal  Stóru-Vogaskóla. Á myndinni að neðan má sjá þétt setna kirkjubekki Kálfatjarnarkirkju.


Eftir guðsþjónustuna að Kálfatjörn bauð sóknarnefnd í afmæliskaffi í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. Þar söng Sigríður Thorlacius við undirleik Guðmundar Óskars Guðmundssonar.

Það var þétt setinn bekkurinn í Kálfatjarnarkirkju á kirkjudeginum og góður rómur var gerður að predikun Guðmundar djákna af Ströndinni. Reyndar svo góður að prestarnir fengu söfnuðinn til að standa upp og klappa fyrir Guðmundi.

Í Suðurnesjamagasíni vikunnar, sem aðgengilegt verður á vf.is á fimmtudag, verður fjallað um kirkjudaginn og afmæli Kálfatjarnarkirkju. Þar verður rætt við Guðmund Brynjólfsson en í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má einnig sjá og heyra predikun hans, sem var mjög hressileg.