Blue Car rental
Blue Car rental

Íþróttir

Líkamsrækt er eitt besta yngingarlyfið
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
laugardaginn 28. september 2019 kl. 08:34

Líkamsrækt er eitt besta yngingarlyfið

Vikar Sigurjónsson segir að líkamsrækt sé forvörn gegn ýmsum sjúkdómum

„Við erum með frítt í alla opna hóptíma í heilsuvikunni, aðallega til að kynna hvað er í boði því fjölbreytnin er mikil. Hjá okkur höfum við alltaf lagt áherslu á að hafa heimilislega stemningu og bjóðum alla velkomna. Líkamsrækt eru forvarnir númer eitt, tvö og þrjú og þess vegna bjóðum við sérstaka afslætti fyrir framhaldsskólanema og grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk. Eldri borgarar og öryrkjar geta einnig keypt á tilboðsverði hjá okkur. Allir aðrir eru auðvitað mjög velkomnir í Lífsstíl,“ segir Vikar Sigurjónsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Lífstíls í Keflavík.

Vikar segir marga valkosti fyrir fólk í ræktinni. „Við þurfum að hreyfa okkur. Ef við notum ekki líkamann þá rýrnar hann, stoðgrindin veikist. Það að segja að það sé leiðinlegt í ræktinni er eins og að segja að allur matur sé vondur! Það er hægt að gera svo fjölbreytta hluti í ræktinni, að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er í hóptímum, á upphitunar/brennslutækjum eða á fjölbreyttan hátt með lóð og önnur tæki í tækjasölum stöðvarinnar. Endilega kíkið við í Lífsstílnum og sjáið hvað er í boði þessa viku. Líkamsrækt er eitt besta yngingarlyfið. Ef við ræktum líkamann þá helst hann ungur svo miklu lengur. Aldur er nefnilega afstæður þegar þú ert í ræktinni og ræktar líkama og sál. Það er nokkuð stór misskiningur að fólk fari eingöngu í ræktina til að missa kíló. Sumir eru að vinna í að ná af sér aukakílóum, aðrir að vinna í að bæta á sig þyngd í formi vöðva en flestir eru að vinna í því almennt að rækta sig og hitta annað fólk með jafnvel sitt lítið af hvoru sem markmið. Það sem allir fá er andleg vellíðan. Líkamsrækt er ekki eingöngu forvarnir fyrir unga fólkið, líkamsrækt er forvörn gegn ýmsum sjúkdómum, líkamlegum sem og andlegum fyrir fólk á öllum aldri. Ég vil hvetja fólk sem er ekki búið að finna hvað hentar þeim í ræktinni að koma í opnu heilsuvikuna og prófa. Sumir halda að þeir þurfi að mæta í ákveðnum fötum í líkamsrækt en það er ekki svo, það er alls konar venjulegt fólk í venjulegum fötum í ræktinni.  Þegar fólk finnur hvað það er fljótt að ná árangri í ræktinni þá fær það enn meiri áhuga á að halda áfram.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs