Tónlistarskóli RNB vortónleika
Tónlistarskóli RNB vortónleika

Íþróttir

Kamilla Huld skoraði sigurmarkið á lokamínútum
Leikurinn virtist ætla að enda með jafntefli þegar Kamilla Huld Jónsdóttir steig fram og skoraði glæsilegt sigurmark á 89. mínútu, rétt áður en flautað var til leiksloka.
Laugardagur 17. maí 2025 kl. 13:16

Kamilla Huld skoraði sigurmarkið á lokamínútum

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér dýrmætan útisigur í Lengjudeild kvenna þegar þær lögðu Aftureldingu 1-2 í hörkuleik á Malbikstöðinni að Varmá á föstudagskvöld.

Heimakonur í Aftureldingu komust yfir á 50. mínútu með marki frá Marem Ndiongue og virtust ætla að halda Keflavík í skefjum. En gestirnir svöruðu fljótt og jöfnuðu leikinn aðeins tíu mínútum síðar þegar Emma Kelsey Starr skoraði með góðu skoti.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Leikurinn virtist ætla að enda með jafntefli þegar Kamilla Huld Jónsdóttir steig fram og skoraði glæsilegt sigurmark á 89. mínútu, rétt áður en flautað var til leiksloka. Mikil fagnaðarlæti brutust út í liði Keflavíkur sem tryggði sér með þessu fyrsta sigurinn í sumar.

Eftir þrjár umferðir eru Keflavíkurstúlkur með fjögur stig í 5. sæti deildarinnar. Þær eiga næst leik gegn ÍA á útivelli næstkomandi fimmtudag – leik sem gæti reynst mikilvægt skref í átt að efri hluta töflunnar.