Fréttir

Yfir 900 skjálftar við Fagradalsfjall
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 16. desember 2019 kl. 09:33

Yfir 900 skjálftar við Fagradalsfjall

Yfir 900 jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni sem hófst við Fagradalsfjall, austan Grindavíkur, upp úr klukkan sjö í á sunnudagsmorgun. Um tugur skjálfta hafa verið á stærðargráðunni 3,0 til 3,7. Skjálftarnir eru aðallega austast í Fagradalsfjalli en skjálftar hafi þó líka mælst vestast í fjallinu, segir í tilkynningu jarðvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan hófst þann 15. desember klukkan 07:59 með skjálfta af stærð 3,5 við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Klukkan 19:48 og aftur kl. 19:57 (sama dag) urðu skjálftar, báðir 3,6 að stærð. Fleiri skjálftar mældust í kjölfarið, þar af tæplega 10 um og yfir 3 að stærð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í heildina hafa yfir 900 jarðskálftar mælst í hrinunni. Tilkynningar um að skjálftar hafi fundist hafa borist Veðurstofunni frá byggð í grennd, t.d. Grindavík, Keflavík, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.