Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Vinningsfjárhæðin rann til krafts
Mánudagur 22. júní 2020 kl. 10:24

Vinningsfjárhæðin rann til krafts

Krakkarnir í 10. bekk í Sandgerðisskóla tóku þátt í Fjármálaleikunum 2020 sem haldnir voru í þriðja sinn í mars. Þau lentu í 3. sæti í ár og fengu 50.000 krónur í verðlaun. Í stað þess að fara eitthvert saman ákvað hópurinn að láta peningaupphæðina renna til Krafts.

„Okkur er afar kært þegar almenningur hugsar til okkar og við fáum styrki sem þessa. Það er greinilegt að nemendur Sandgerðisskóla eru með hjartað á réttum stað að vilja styðja við gott málefni í stað þess að nýta það í eigin þágu. Við erum þeim innilega þakklát fyrir það,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts við afhendingu styrksins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í ár tóku 550 nemendur í 10. bekk þátt í Fjármálaleikunum 2020 víðsvegar að af landinu og var afar hörð keppni um efstu sætin. Evrópukeppni í fjármálalæsi milli grunnskóla fer fram á vorin ár hvert í Brussel, Belgíu. Undankeppnir eru haldnar í hverju þátttökulandi og á Íslandi eru Fjármálaleikarnir liður í því.