Fréttir

Vilja reisa gróðurhús við Vogshól á Fitjum
Gróðurhús munu brátt rísa á meðal gagnavera á Fitjum.
Fimmtudagur 26. október 2023 kl. 06:13

Vilja reisa gróðurhús við Vogshól á Fitjum

VSO fyrir hönd Algae Capital hefur verið óskað heimildar til að breyta deiliskipulagi við Vogshól, breyta afmörkun, stækka og sameina lóðir. Fyrir liggja lóðarumsóknir um umræddar lóðir en Vogshóll er á svæði þar sem gagnaver hafa risið nærri gamla Patterson-flugvellinum upp af Fitjum í Njarðvík. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að unnin sé tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjónarhól og Vogshól í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið.

Í erindi fyrirtækisins segir: Algae Capital B.V. hefur óskað eftir heimild Reykjanesbæjar til að vinna að breytingum á deiliskipulagi fyrir Vogshól – Sjónarhól á kostnað fyrirtækisins. Deiliskipulag fyrir Vogshól og Sjónarhól var staðfest í júní 2016. Algae Capital kynnti fyrir umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar þann 1. september sl. áform sem fyrirtækið hefur til uppbyggingar við Vogshól.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þörf er á að sameina eða heimila sameiningar lóða 2, 4, 6 og 8 við Vogshól. Sameining tekur til hluta eða allra lóðanna í samræmi við áfangaskiptingu uppbyggingar. Áform eru uppi um byggingu gróðurhúsa á lóðunum.