Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þrýstingur á heitu vatni getur fallið
Föstudagur 29. nóvember 2024 kl. 18:00

Þrýstingur á heitu vatni getur fallið

Í kvöld, föstudag, gætu notendur í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum fundið fyrir minni þrýstingi í hitaveitunni, þá einna helst í efri byggðum Keflavíkur, Suðurnesjabæ og í Vogum.

Ástæðan er að við dælustöðina að Fitjum er verið að gera ráðstafanir varðandi varaafl fyrir vatnsból svæðisins sem staðsett er í Lágum. Sú aðgerð getur haft áhrif á dælustöðina fyrir hitaveituna með þeim afleiðingum að einhver svæði geta fundið fyrir minni þrýstingi.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kann að verða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024