Fréttir

Stofnframlag Suðurnesjabæjar til Bjargs 52,5  milljónir króna
Frá Suðurnesjabæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 19. nóvember 2022 kl. 09:51

Stofnframlag Suðurnesjabæjar til Bjargs 52,5 milljónir króna

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að staðfesta að Suðurnesjabær samþykkir umsókn Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag til byggingar ellefu leiguíbúða að Báruskeri 1 í Suðurnesjabæ. Fyrir liggur útreikningur á stofnframlagi Suðurnesjabæjar.

Erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um staðfestingu á stofnframlagi Suðurnesjabæjar vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag var tekið fyrir á fundinum. Þar kemur fram að  áætlaður stofnkostnaður er rúmar 437,3  milljónir króna, þar af er 12% stofnframlag Suðurnesjabæjar áætlað tæpar 52,5 milljónir króna.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024