Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Slökkviliðið undirmannað í stórum útköllum
Þriðjudagur 23. maí 2023 kl. 09:47

Slökkviliðið undirmannað í stórum útköllum

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er undirmannað þegar stór útköll eru í gangi. Þetta kom fram í máli Jóns Guðlaugssonar á síðasta fundi stjórnar Brunavarna Suðurnesja.

Skýrsla slökkviliðsstjóra segir að liðinn mánuður hafi nokkuð sérstakur vegna tveggja skipsbruna og bruna í einbýlishúsi. „Það eru fjölmörg ár liðin frá því að við höfum fengið bruna af þessum toga með svo stuttu millibili. Í þessum útköllum hefur komið í ljós að við erum í raun undirmannaðir þegar stór útköll eru í gangi og þegar á sama tíma er fjöldi sjúkraflutninga sem þarf að sinna, en það kemur alltaf betur í ljós þegar mikið liggur við hversu þéttan og góðan hóp starfsmanna við höfum til þess að leysa þessi krefjandi verkefni,“ segir Jón í skýrslu sinni.

Public deli
Public deli

Til þess að bregðast við hafa Brunavarnir Suðurnesja, BS, stigið skref til þess að fjölga í varaliði BS og er sá hópur að fara á námskeið nú í maí í slökkvifræðum og mun taka bakvaktir í sumar um helgar.