Flugger
Flugger

Fréttir

Skjálftahrinan er aðallega austan við Sýlingarfell
Miðvikudagur 29. maí 2024 kl. 12:29

Skjálftahrinan er aðallega austan við Sýlingarfell

Skjálftahrinan er aðallega austan við Sýlingarfell og frekar til norðurs. Aflögunarmerki eru lítil en sýnileg aukning síðustu mínútur, sagði Benedikt Ófeigsson hjá Veðurstofunni í samtali við RÚV nú í hádegisfréttum. Kvikuhlaup er hafið og búist er við eldgosi á hverri stundu.

Um 150 skjálftar hafa mælst í hrinunni á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells á síðustu tveimur klukkustundum. Veðurstofa Íslands staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Jarðskjálftar og órói eru að koma fram á mælum stofnunarinnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024