Nýsprautun flutt
Nýsprautun flutt

Fréttir

Sannfæra íbúa um ágæti sveitarfélagsins
Sunnudagur 10. september 2023 kl. 06:00

Sannfæra íbúa um ágæti sveitarfélagsins

Gunnar Víðir Þrastarson, verkefnastjóri markaðsmála, og Aron Þór Guðmundsson, vefstjóri,  funduðu á dögunum með menningar- og þjónusturáði Reykjanesbæjar þar sem þeir fóru yfir vinnu í þeim málaflokkum sem þeir standa fyrir.

„Það er ljóst að spennandi verkefni eru framundan sem ýtir undir mikla hagkvæmni í starfsemi starfsmanna Reykjanesbæjar og miðlun á jákvæðri ímynd svæðisins. Menningar- og þjónusturáð leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjármagn í þessa málaflokka til næstu ára og vísar málinu í fjárhagsáætlunargerð 2024–2027,“ segir í afgreiðslu ráðsins.

Stefnan er að hefja markvissa markaðssetningu árið 2024 þegar Reykjanesbær heldur upp á 30 ára afmælið. Í samráði við auglýsingastofu/markaðsstofu verður mótað nýtt slagorð/mantra sem vinnur með staðfærslu sveitarfélagsins „Í Reykjanesbæ setjum við kraft í allt sem við gerum“. Það verður lagt til að sérstök áhersla verði lögð á stoðirnar fjórar sem eru menning, nýsköpun, íþróttir og náttúra.

Þá á að efla innri markaðssetningu bæjarfélagsins og byggja upp betri liðsheild. Styrkja sjálfsmynd og stolt íbúanna og sannfæra þá um ágæti sveitarfélagsins.