Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Riffilskot fundust við Krísuvíkurbjarg
    Myndir af vef Náttúrustofu Suðvesturlands. Birtar með góðfúsu leyfi.
  • Riffilskot fundust við Krísuvíkurbjarg
    Myndir af vef Náttúrustofu Suðvesturlands. Birtar með góðfúsu leyfi.
Miðvikudagur 19. júlí 2017 kl. 17:49

Riffilskot fundust við Krísuvíkurbjarg

Starfsmenn Náttúrustofunnar rákust nýlega á riffilskot á ferð sinni um Krýsuvíkurbjarg.

„Við fengum tilkynningu frá fólki sem var á ferð um bjargið að það hefði fundist riffilskot við Krísuvíkurbjarg. Við fórum á svæðið og þar voru ennþá skot við bergið en við sáum ekki dauða fugla á ferð okkar. Við fréttum af því að það hefðu sést dauðir fuglar við bjargið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skotin voru á nokkuð löngum kafla og úr 22 kalibera riffli. Það er sorglegt að vita til þess að einhverjir geri sér það að leik að skjóta á fugla á hreiðrum og biðjum við alla sem verða vitni að slíku athæfi að tilkynna það til lögreglu,“ sagði Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofa Suðvesturlands við samtali við Víkurfréttir

Í lögum 64/1994 17.gr kemur skýrt fram að aldrei megi skjóta á fugl í fuglabjörgum og óheimilt sé að hleypa af skoti á landi nær fuglabjörgum en 200 m og á sjó nær en 500 m.