Prófa rýmingarflautur á miðvikudaginn
Reglubundin prófun á rýmingarflautum í Grindavík verður næstkomandi miðvikudag kl. 11:00. Flauturnar fara tvisvar í gang.
Þeir aðilar sem þurfa að taka létta rýmingaræfingu eru hvattir til þess, segir í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar.
„Fara þá út úr húsum að minnsta kosti og fara yfir þær áætlanir sem þurfa reglulega uppfærslur í tengslum við rýmingu út úr Grindavík þar sem styttist í næsta atburð,“ segir í tilkynningunni.