Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Óvissa varðandi horfur á vinnumarkaði
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 10:23

Óvissa varðandi horfur á vinnumarkaði

Í nóvember 2019 var atvinnuleysi í Reykjanesbæ 9,2% og á Suðurnesjum 8,2%. Töluverð óvissa er varðandi horfur á vinnumarkaði vegna þeirrar stöðu sem er í flugrekstri. Fundað hefur verið með atvinnurekendum á svæðinu í þeim tilgangi að auka samstarf á milli þeirra og Vinnumálastofnunar. Þetta kom fram á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun og Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum mættu á fundinn og fóru yfir stöðu og horfur á vinnumarkaði og úrræði sem í boði eru fyrir fólk í atvinnuleit.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Boðið er upp á starfstengd námskeið fyrir fólk í atvinnuleit í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og er reynt að miða þau við atvinnulífið á svæðinu. Markmiðið er að ná til sem flestra og eru haldin námskeið á íslensku, ensku og pólsku.