Flugger
Flugger

Fréttir

Leit stendur yfir að jólahúsi Reykjanesbæjar
Föstudagur 8. desember 2023 kl. 13:09

Leit stendur yfir að jólahúsi Reykjanesbæjar

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja mikinn metnað í jólaskreytingar utandyra. Það er líka einstaklega gaman að taka rúnt um bæinn og skoða þessar fallegu skreytingar. Þar sem bærinn stækkar stöðugt geta glæsilegar jólaskreytingarnar leynst víða og því hefur Reykjanesbær smellt í laufléttan jólaleik þar sem íbúar geta komið með tillögur að jólahúsi Reykjanesbæjar.

Húsasmiðjan í Reykjanesbæ styður við bakið á uppátækinu með gjafabréfi til þess húss sem verður hlutskarpast í leiknum. Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að smella á hlekk í frétt um jólahúsið á vef Reykjanesbæjar og skrá inn götu og húsnúmer og mynd má gjarnan fylgja með.

Nú er um að gera að fara á rúntinn og benda á það sem vel er gert. Tekið er við tilnefningum til 17. desember.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024