Fréttir

Kveikt á nýjum ljósum á Keflavíkurflugvelli á Ljósanótt
Upplýstur Keflavíkurflugvöllur við upphaf Ljósanætur. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 6. september 2019 kl. 16:45

Kveikt á nýjum ljósum á Keflavíkurflugvelli á Ljósanótt

Fimmtudaginn 5. september voru tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli ný stöðvunarljós, svonefndar stöðvunarslár (Stop bar). Svo skemmtilega vill til að kveikt var á þessum ljósum um leið og Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, er haldin í tuttugasta sinn. Isavia er einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar og hafa verið það síðustu ár.

Stöðvunarslárnar eru staðsettar á akbraut við flugbrautir á Keflavíkurflugvelli. Auk þeirra hafa einnig verið settar um sérstakar slár sem banna innakstur (No entry bar). Ekki má aka yfir þessar slár þegar rautt ljós skín. Biðja þarf um leyfi hjá flugturni til að fá ljós á stöðvunarslá slökkt til að aka yfir og ekki má aka inn á akbraut með slá þar sem innakstur er bannaður.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ljósin eru mikilvægur þáttur í að fyrirbyggja brautarátroðning. Þau gilda bæði fyrir loftför og ökutæki á flugvallarsvæðinu.

Ekki má aka yfir þessar slár þegar rautt ljós skín.


Ljósin eru mikilvægur þáttur í að fyrirbyggja brautarátroðning. Þau gilda bæði fyrir loftför og ökutæki á flugvallarsvæðinu.