Max 1
Max 1

Fréttir

Krossfiskar og fíkniefnahundar vöktu forvitni á starfsgreinakynningu
Föstudagur 13. október 2023 kl. 06:07

Krossfiskar og fíkniefnahundar vöktu forvitni á starfsgreinakynningu

Árleg starfsgreinakynning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í síðustu viku. Starfsgreinakynningin hefur verið haldin ár hvert frá árinu 2012 að undanskildum faraldsárum og hefur vaxið og dafnað með hverju árinu.

Kynningin er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er markmið hennar að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda í 8.–10.bekk og stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir aldurshópinn á svæðinu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Mikilvægt er að skerpa á framtíðarsýn og starfsvitund ungs fólks en kynninguna sækja nemendur eldri bekkja allra grunnskóla Suðurnesjanna auk fleiri áhugasamra.

Nemendur sýndu þeim störfum sem kynnt voru á kynningardeginum mikinn áhuga. Sumt var áhugaverðara en annað. Hjá lögreglunni voru það vopn og fíkniefnaleitarhundar sem vöktu mesta eftirtekt á meðan hjúkrunarfræðingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja höfðu vart undan að setja unga fólkið í sáraumbúðir. Bílamálari sprautaði tattoo á fjölda barna og á mörgum kynningarbásum var eitthvað bragðgott í boði. Þarna mátti einnig halda á kröbbum og krossfiskum, fræðast um flug og pípulagnir, hárgreiðslu og viðburðastjórnun, svo eitthvað sé nefnt.

Í spilara hér að neðan má horfa á myndskeið frá starfsgreinakynningunni þar sem rætt er við fólk sem var að kynna störf sín fyrir unga fólkinu og þá er myndasafn neðsta á síðunni. VF/JPK

Starfakynning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum | 5. október 2023