Fréttir

Ísaga kannar möguleika á koltvísýringsvinnslu í Svartsengi
Ísaga rekur köfnunarefnisverksmiðju við Voga á Vatnsleysuströnd.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 21. júní 2019 kl. 10:24

Ísaga kannar möguleika á koltvísýringsvinnslu í Svartsengi

Ísaga hefur sent skipulagsyfirvöldum í Grindavík fyrirspurn um land fyrir verksmiðjuframleiðslu á koltvísýring (CO2)

Ef af verður yrði nýja verksmiðjan staðsett við Orkubraut en þar stendur m.a. metanólverksmiðja Carbon Recycling International. Í erindinu til Grindavíkurbæjar er m.a. talað um mögulegt samstarf við HS Orku, sem rekur orkuver sitt í Svartsengi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skipulagsnefnd hefur falið sviðstjóra að afla frekari gagna en athuga þarf umfang verkefnisins ásamt stærð og hæð mannvirkja.