Fréttir

Illa farin Reykjanesbraut malbikuð ofan Njarðvíkur
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Ljósmynd: Lögreglan
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 24. júlí 2019 kl. 09:17

Illa farin Reykjanesbraut malbikuð ofan Njarðvíkur

Í dag á að malbika akrein og öxl á Reykjanesbraut, á milli Grænásvegar og Þjóðbrautar. Akreininni verður lokað, þrengt að umferð. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 20:00.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Þessi kafli Reykjanesbrautarinnar er mjög illa farinn og með djúpum hjólförum.

Tækjabúnaður á leiðinni á vettvang malbikunar nú í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi