Flugger
Flugger

Fréttir

Hvatagreiðslur til eldra fólks verða 45.000 krónur á ári
Golf er holl líkamsrækt fyrir fólk á öllum aldri. Mynd/GSÍ Seth
Sunnudagur 10. desember 2023 kl. 10:36

Hvatagreiðslur til eldra fólks verða 45.000 krónur á ári

Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, kynnti drög að reglum um hvatagreiðslur eldra fólks 67 ára og eldri sem taka gildi 1. janúar næstkomandi á fundi lýðheilsuráðs á dögunum.

Kristján Gunnarsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Kristján Gíslason, meðstjórnandi, Sigurbjörg Jónsdóttir, gjaldkeri, og Jón Ólafur Jónsson frá Virkjun tóku þátt í umræðum um hvatagreiðslur eldra fólks.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvatagreiðslur eldra fólks eru 45.000 krónur árlega og fyrnast um áramót. Hvatagreiðslur er t.a.m. hægt að nota til að greiða inn á árgjald í Golfklúbbi Suðurnesja.