Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Hvar er fé að finna og hvernig sækja frumkvöðlar fé?
Sápan er sprotafyrirtæki á Suðurnesjum.
Þriðjudagur 8. október 2019 kl. 14:32

Hvar er fé að finna og hvernig sækja frumkvöðlar fé?

Örráðstefna á Park Inn hótelinu fimmtudaginn 10. október kl. 17.

Atvinnuþróunarfélagið Heklan og Eignarhaldsfélag Suðurnesja standa sameiginlega fyrir örráðstefnu um nýsköpun í atvinnulífinu.

Við höfum fengið til liðs við okkur frábært fólk í nýsköpun, menningu og sprotafyrirtækjum.   Þau eru frumkvöðlar sem eru tilbúin að deila með okkur reynslu sinni og þekkingu, sem er án efa fróðlegt og lærdómsríkt fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu skref á þessu sviði.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvernig er vinnuumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja á Suðurnesjum? Er samfélagið á Suðurnesjum að styðja nægjanlega við starfsemi af þessum toga. Þurfum við að gera betur í þeim efnum. Tökum stöðuna út frá sjónarhóli frumkvöðuls. 

Hvar geta frumkvöðlar fengið styrki. Við kynnum Uppbyggingarsjóð, sem er styrktarsjóður og hefur nú opnað fyrir umsóknir fyrir árið 2020, sjóðurinn styrki menningarverkefni ásamt atvinnu og nýsköpunarverkefnum.   Eignarhaldsfélag Suðurnesja styður við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Stuðningur þess getur verið í formi láns eða hlutafjárkaupa, bæði til nýrra fyrirtækja og fyrirtækja sem nú þegar eru í rekstri á Suðurnesjum. Einnig kynnum við hvaða möguleikar eru fyrir ný fyrirtæki á styrkjum og lánum frá Byggðastofnun.

Örráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa án þátttökugjalds. Við biðjum áhugasama um að skrá sig svo við sjáum hvað við eigum von á mörgum. Dagskrá ráðstefnunnar og skráning er að finn á www.heklan.is

Björk Guðjónsdóttir 
verkefnastjóri