Fréttir

Handtekinn eftir árekstur á Reykjanesbraut
Föstudagur 8. október 2021 kl. 11:57

Handtekinn eftir árekstur á Reykjanesbraut

Í gærmorgun varð umferðaróhapp á Reykjanesbraut þegar bifreið var ekið aftan á aðra. Ökumaður hinnar síðarnefndu var fluttur á Heilsugæslustofnun Suðurnesja með sjúkrabifreið en hinn handtekinn þar sem hann játaði neyslu á fíkniefnum.

Í Sandgerði var ekið á fótgangandi vegfaranda í vikunni og hlaut viðkomandi opið beinbrot. 

Unglingspiltur datt af vespu og hlaut skrámur á handlegg og fæti.