bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Grindvíkingar styrkja starf Bláa hersins
Tómas J. Knútsson leiðir starf Bláa hersins.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 16. október 2019 kl. 14:41

Grindvíkingar styrkja starf Bláa hersins

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að styrkja Bláa herinn um eina og hálfa milljón króna á árinu 2020.

Beiðni um styrk frá Bláa hernum vegna hreinsunar í landi Grindavíkur var tekin fyrir á fundinum.

„Blái herinn á hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf í landi Grindavíkurbæjar,“ sagði umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur á síðasta fundi sínum. Þar tók nefndin fyrir styrkbeiðni frá Bláa hernum. Nefndin tók jákvætt í erindi Bláa hersins og lagði til að bærinn veiti honum styrk í því mikilvæga verkefni sem framundan er við fjöruhreinsun í og við Grindavík.

Síðast í gær var Blái herinn í stóru hreinsunarverkefni í landi Grindavíkur og naut þar m.a. aðstoðar þyrlu Landhelginsgæslunnar.