Fá rúmar 160 milljónir vegna barna með fjölþættan vanda
Suðurnesjabær fær rúmlega 160 milljónir króna frá ríkinu vegna búsetuúrræða fyrir börn með fjölþættan vanda, samkvæmt erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Framlagið vegna ársins 2025 nemur 160.286.362 krónum. Jafnframt liggja fyrir drög að samningi við Barna- og fjölskyldustofu um fjármögnun þjónustu við börn með fjölþættan vanda fyrir árið 2026.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar, sem fundaði í Ráðhúsinu í Garði, samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn við Barna- og fjölskyldustofu.




