RNB upplýsingafundur
RNB upplýsingafundur

Fréttir

Ekki hlaða bílinn heima
N1 er með hleðslustöð að Flugvöllum 27.
Laugardagur 10. febrúar 2024 kl. 17:44

Ekki hlaða bílinn heima

Fólk er vinsamlegast beðið um að hlaða bíla ekki heima hjá sér til þess að heimili á svæðinu geti haldið rafmagni til daglegra heimilisnota. Góðar leiðbeiningar um notkun á rafmagni á heimilum má finna á facebooksíðu Reykjanesbæjar.

Raforkufyrirtæki með hleðslustöðvar á svæðinu munu bjóða sérkjör á völdum stöðvum til þess að auðvelda fólki að hlaða bíla sína utan heimilis, án þess að mikill aukakostnaður hljótist þar af.

Íbúar eru hvattir til þess að fylgjast með uppfærðum upplýsingum um þetta á facebook síðum og heimasíðum orkufyrirtækjanna næstu daga.
Public deli
Public deli