Fréttir

Byggðasafn Reykjanesbæjar fékk tólf milljóna Öndvegisstyrk
Duus safnahús.
Sunnudagur 2. apríl 2023 kl. 06:33

Byggðasafn Reykjanesbæjar fékk tólf milljóna Öndvegisstyrk

Byggðasafn Reykjanesbæjar hlaut á dögunum svokallaðan Öndvegisstyrk úr Safnasjóði en öndvegisstyrkir eru nýr flokkur styrkja sem úthlutað er til tveggja til þriggja ára. Byggðasafnið hlaut tólf milljónir króna sem gerir safninu kleift að byggja upp nýja grunnsýningu fyrir safnið sem sett verður upp í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa en stefnt er að opnun hennar árið 2025.

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar ítrekar mikilvægi þess að sveitarfélagið tryggi Byggðasafninu mótframlag við styrkinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024