bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Breytingar í yfirstjórn Keflavíkurflugvallar
Föstudagur 29. nóvember 2019 kl. 16:10

Breytingar í yfirstjórn Keflavíkurflugvallar

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasvið Keflavíkurflugvallar, og Þröstur Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugvallarins, létu af störfum hjá Isavia í dag. Þetta kemur fram í bréfi sem Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, sendi starfsmönnum Keflavíkurflugvallar í dag og Túristi.is greinir frá.

Þar segir að tekin hafi verið ákvörðun um skipulagsbreytingar á Keflavíkurflugvelli með það að markmiði að tengja betur saman þjónustu við viðskiptavini og þróun flugvallarins, bæði núverandi og til framtíðar.

Guðmundur Daði Rúnarsson sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar mun nú leiða þann hluta sem snýr að þjónustu við viðskiptavini, vöruframboð og þróun flugvallarins. Þá mun Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, taka tímabundið við verkefnum sem snúa að rekstri hans samkvæmt því sem segir í bréfinu. Sú staða sem snýr að rekstri Keflavíkurflugvallar verður auglýst fljótlega.

Nánar má lesa um bréf forstjórans hér.