Flugger
Flugger

Fréttir

Borað eftir köldu vatni í varavatnsbóli á mánudag
Jarðbor hefur verið reistur við Árnarétt í Garði þar sem borað verður eftir köldu vatni í varavatnsbóli. VF/Hilmar Bragi
Sunnudagur 19. nóvember 2023 kl. 22:30

Borað eftir köldu vatni í varavatnsbóli á mánudag

Borun hefst á mánudag eftir köldu vatni í nýju varavatnsbóli fyrir Suðurnes. Borað er við Árnarétt í heiðinni milli Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ en þaðan fengu Garðmenn sitt vatn um árabil. Vatnið á þessu svæði er sagt í miklum gæðum.

HS Orka og HS Veit­ur vinna í nánu sam­starfi við Orku­stofn­un og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra að neyðaráætlun þar sem bæði er gert ráð fyrir varavatnsbóli og einnig neyðarhitaveitu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Búið er að gefa út nýtingarleyfi fyrir vatnsbólið við Árnarétt. Það mun leysa af vatnsbólið í Lágum ef það fer undir hraun.

Meðfylgjandi ljósmynd tók Hilmar Bragi á laugardag en þá var búið að reisa jarðbor á svæðinu við Árnarétt og allt að verða tilbúið í borun. eftir vatninu. Á svæðinu er stutt í vatnslögnina sem liggur í Garð og tengist dreifikerfi fyrir kalt vatn sem kemur úr Lágum.