Fréttir

Baldur í 200 funda klúbbinn
Fimmtudagur 18. júní 2020 kl. 18:11

Baldur í 200 funda klúbbinn

Baldur Þórir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sat á dögunum sinn 200. fund í bæjarstjórn. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri afhenti Baldi blómvönd í tilefni af tímamótunum á síðasta bæjarstjórnarfundi fyrir sumarfrí. 

Baldur skipar sér í hóp reyndra bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ en nýlega var sagt frá þeim Friðjóni Einarssyni, Samfylkingu og Gunnari Þórarinssyni, Frjálsu afli, þegar þeir náðu 200. fundinum. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

 

Þeir sem hafa setið yfir 200 fundi í Reykjanesbæ:

Sveindís Valdimarsdóttir, 

Jóhann Geirdal, 

Ólafur Thordersen, 

Árni Sigfússon, 

Þorsteinn Erlingsson, 

Björk Guðjónsdóttir, 

Böðvar Jónsson, 

Guðbrandur Einarsson, 

Gunnar Þórarinsson, 

Friðjón Einarsson 

Baldur Guðmundsson.