Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Baldur í 200 funda klúbbinn
Fimmtudagur 18. júní 2020 kl. 18:11

Baldur í 200 funda klúbbinn

Baldur Þórir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sat á dögunum sinn 200. fund í bæjarstjórn. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri afhenti Baldi blómvönd í tilefni af tímamótunum á síðasta bæjarstjórnarfundi fyrir sumarfrí. 

Baldur skipar sér í hóp reyndra bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ en nýlega var sagt frá þeim Friðjóni Einarssyni, Samfylkingu og Gunnari Þórarinssyni, Frjálsu afli, þegar þeir náðu 200. fundinum. 

 

Þeir sem hafa setið yfir 200 fundi í Reykjanesbæ:

Sveindís Valdimarsdóttir, 

Jóhann Geirdal, 

Ólafur Thordersen, 

Árni Sigfússon, 

Þorsteinn Erlingsson, 

Björk Guðjónsdóttir, 

Böðvar Jónsson, 

Guðbrandur Einarsson, 

Gunnar Þórarinsson, 

Friðjón Einarsson 

Baldur Guðmundsson.