Fréttir

Atli Geir nýr sviðsstjóri skipulagssviðs Grindavíkurbæjar
Atli Geir er giftur Gígju Eyjólfsdóttur og saman eiga þau tvö börn, þau Patrek og Hildigunni.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 23. júlí 2019 kl. 14:04

Atli Geir nýr sviðsstjóri skipulagssviðs Grindavíkurbæjar

Atli Geir Júlíusson, verkfræðingur, hefur verið verið ráðinn í starf sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs hjá Grindavíkurbæ. Frá þessu er greint á vef bæjarins.

Atli Geir lauk lauk meistarnámi í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands vorið 2011. Atli Geir hefur undanfarin fjögur ár starfað hjá Verkfræðistofu Suðurnesja en þar á undan starfaði hann hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar.

Atli Geir er giftur Gígju Eyjólfsdóttur og saman eiga þau tvö börn, þau Patrek og Hildigunni. Atli Geir hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík sl. 10 ár.

Með vinnu sinni hefur Atli Geir þjálfað yngri flokka í körfubolta í Grindavík frá árinu 2009 ásamt því að sinna kennslu í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs