Gjafir A-listans til þeirra serm kaupa húsgögn úr Reykjavík

Óþægilegt fyrir formann Verslunarmannafélagsins
Mér var hugsað til oddvita listans sem einnig er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja þar sem rík áhersla er lögð á það að allir verslunarmenn sitji við sama borð og ekki sé gert upp á milli aðila. Hlýtur þetta að vera mjög óþægileg staða sem hann er settur í af kostningastjórn A-listans að þurfa að bjóða ókeypis gjafir til þeirra sem versla hjá einum aðila en ekki öðrum. Hef ég ekki trú á öðru en formaðurinn biðji aðra verslunarmenn í Reykjanesbæ afsökunar á þessu framferði A-listans. Það hlýtur að vera lykilatriði fyrir hvaða framboð sem er að gera ekki uppá milli aðila þannig að líkur séu á að viðkomandi framboð njóti stuðnings allra en ekki bara útvaldra. Vil ég því beina spurningu til A-listans hvort aðrir verslunarmenn í Reykjanesbæ eigi von á því að framboðslistinn gefi fólki gjafir ef það verslar á einum stað en ekki öðrum?
Með vinsemd og virðingu
Skarphéðinn Njálsson