Mannlíf

UNG: Væri til í að vera læknir
Laugardagur 26. júlí 2014 kl. 12:00

UNG: Væri til í að vera læknir

Kamilla Sól Viktorsdóttir er í UNG vikunnar. Hún segir að hún sé mikil íþróttastelpa en finnst einnig gott að horfa á sjónvarpið uppi í rúmi. Henni finnst danska skársta fagið í skólanum en sund sé það leiðinlegasta.

Hvað gerirðu eftir skóla?
Borða og fer síðan á æfingar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver eru áhugamál þín?
Aðallega körfubolti og svo líka að vera með vinum mínum.

Uppáhalds fag í skólanum?
Danska er skársta fagið.

En leiðinlegasta?
Sund er leiðinlegasta fagið.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Beyoncé allan daginn.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? 
Það væri líklega að geta lesið hugsanir.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni? 
Ég væri til í að vera læknir.

Hver er frægastur í símanum þínum?
Birna Valgerður er frægust.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Elsa Albertsdóttir.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?
Fara í Smáralind og Kringluna og taka öll fötin sem mér langar í.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Frekar venjulegur bara.

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? 
Íþróttastelpa sem elskar að liggja upp í rúmi að horfa á Netflix.

Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
Það skemmtilegasta er félagsskapurinn.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Ég hef ekki hugmynd.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Friends myndi lýsa mér best.

Besta:

Bíómynd?
Divergent er uppáhalds myndin.

Sjónvarpsþáttur?
Friends er í uppáhaldi.

Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Beyoncé.

Matur?
Nautakjöt.

Drykkur? 
Rauður Kristall plús.

Leikari/Leikkona?
Johnny Depp er uppáhaldsleikarinn.

Fatabúð?
Forever21.

Vefsíða?
Instagram og Tumblr.

Bók?
Divergent og Hungurleikarnir.