Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktartónleikar Regnboga­radda í Keflavíkurkirkju
Laugardagur 20. apríl 2024 kl. 06:07

Styrktartónleikar Regnboga­radda í Keflavíkurkirkju

Regnbogaraddir er barnakór Keflavíkurkirkju og er kórinn að leggja lokahönd á undirbúning fyrir styrktartónleika sem haldnir verða í kirkjunni sunnudaginn 21. apríl kl. 17:00. Kórinn er leiddur af Freydísi Kneif Kolbeinsdóttur, kórstjóra, og Arnóri Vilbergssyni, organista Keflavíkurkirkju.

Í stuttu viðtali sagði Freydís að fólk mætti búast við skemmtilegum og fjölbreyttum tónleikum þar sem lagalistinn er blanda af vinsælustu lögum kórsins síðastliðin tvö ár ásamt því að nokkur ný spennandi lög hafi bæst við. Ástæðan fyrir tónleikunum er sú að kórinn stefnir á kóramót í Danmörku, nánar tiltekið í Fredericia á Jótlandi. Kórinn mun þar sameinast fjölda annarra efnilegra kóra af Norðurlöndunum og æfa í sameiningu þessi nýju lög sem nú eru sungin af kórnum í fyrsta skiptið. Einnig hefur Regnbogaröddum verið boðið að syngja á minnst tveimur stöðum þar sem kórinn mun flytja sín lög fyrir heimamenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil spenna er fyrir styrktartónleikunum en þeir eru síðasti liður í fjáröflun fyrir ferðinni. Miðinn kostar 1.500 krónur og fer miðasala fram á staðnum fyrir tónleikana.