Mannlíf

Tvö jólatré í Suðurnesjabæ
VF-myndir: Hilmar Bragi
Sunnudagur 23. desember 2018 kl. 07:00

Tvö jólatré í Suðurnesjabæ

Kveikt var á jólatrjám í Sandgerði og Garði á fyrsta sunnudegi í aðventu. Fyrst var kveikt á jólatré Sandgerðinga en síðan stormað í Garðinn og kveikt á trénu þar.

Skjóða, sem er systir jólasveinanna kom og skemmti á báðum stöðum og þá mættu jólasveinar, sem höfðu leyfi til að fara fyrr til byggða.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skólakórar sungu á báðum stöðum og bæjarstjórinn, Magnús Stefánsson, ávarpaði viðstadda.

Góð mæting var á báða staði þrátt fyrir kulda og trekk. Því var mætt með því að bjóða upp á heitt kakó og piparkökur.

Hér eru nokkrar myndir og fleiri í myndasafni með fréttinni.

Jólatré í Suðurnesjabæ