Mannlíf

Tónleikar á laugardag í stóra vitanum á Garðskaga
Fimmtudagur 12. júlí 2018 kl. 07:17

Tónleikar á laugardag í stóra vitanum á Garðskaga

Anna Halldórsdóttir, ung sópran söngkona, mun koma fram í tónleikum í stóra vitanum í Garði laugardaginn 14 júlí 2018 kl. 15:00. Sungin verða lög eftir Sigvalda Kaldalóns, rússnesk og evrópsk klassísk lög.
 
Anna á íslenskan föður úr Garðinum og rússneska móður frá Kamchatka. Anna hefur búið bæði á Íslandi og í Rússlandi og hefur bæði tungumálin sem móðurmál.
 
Hún hefur lært klassískan einsöng í tónlistarkóla í Rússlandi í Múrmansk, á Íslandi í Garðinum og kórsöng í korskóla Jóns Stefánssonar í Langholtskirkju í Graduale futuri. Svo fór hún aftur til Rússlands til að læra klassískan einsöng þar. Árið 2015 fór hún í tónlistarmenntaskóla i Kazan í Rússlandi og er núna búin með þriðja árið. Samtals hefur Anna, sem er aðeins 19 ára, verið í söngnámi í 11 ár.
 
Anna hefur komið víða fram í Rússlandi og hlotið verðlaun í ýmsum söngkeppnum í Rússlandi, Íslandi og Finnlandi. Síðasta keppnin var í apríl á þessu ári í Moskvu þar sem Anna var var verðlaunuð af velþekktum söngkennurum í Rússlandi.
 
Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en gestum er frjálst að leggja sitt af mörkum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024