Sömu spurningu svarað sextán árum seinna

Gerður Pétursdóttir, sem starfar sem fræðslustjóri Isavia, var valin „Maður vikunnar“ af Víkurfréttum fyrir sextán árum síðan og svaraði þá spurningalista í blaðinu. Við fengum hana til að svara sömu spurningunum, nú sextán árum síðar.

Spurningum svarað árið 2001:

Nafn: Gerður Pétursdóttir.

Fædd, hvar og hvenær: Reykjavík, 11.12.1969

Stjörnumerki: Bogamaður

Atvinna: Leikskólastjóri

Laun: Afspyrnu léleg

Maki: Jón Ben Einarsson

Börn: María Ben 8 ára og Skapti Ben 5 ára

Bifreið: Toyota Corolla station árgerð 95

Besti bíll: Toyota

Versti bíll: Hef slæma reynslu af Ford

Uppáhalds matur: Góð nautasteik, jafnvel á þessum síðustu og verstu tímum

Versti matur: Hákarl, þorskalifur og annað ómeti

Besti drykkur: Mjög árstíðarbundið

Skemmtilegast í umferðinni: Tillitssemi og skynsemi

Leiðinlegast í umferðinni: Bílstjórar sem eru ennþá í bílaleik

Gæludýr: Börnin mín, þau fá að minnsta kosti flestar gælurnar

Skemmtilegast í vinnunni: Brosandi barnsandlit

Leiðinlegast í vinnunni: Ekkert ennþá

Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Jákvæðni, hreinskilni og glaðværð

En verst: Neikvæðni og óhreinlyndi

Draumastaðurinn: Hlýr og sólríkur með fallegri náttúru

Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Enginn sérstakur en hæðin skiptir miklu máli

Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Hugh Grant er sérlega sjarmerandi

Bókin á náttborðinu: Þær eru u.þ.b. átta, bæði skáldsögur, ævisögur og mannræktarbækur

Uppáhalds blað/tímarit: Gestgjafinn og Hús og Hýbýli

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hef gaman af öllum þessum vellum sem karlar nenna yfirleitt ekki að horfa á t.d. Ally McBeal, Bráðavaktin, Vinir

Íþróttafélag: Þar kemur þú að tómum kofanum en svona til að halda heimilisfriðinn. Áfram Keflavík!

Uppáhalds skemmtistaður: Góð borðstofa með góðum vinum

Þægilegustu fötin: Adidas buxurnar mínar og stór bolur

Framtíðaráform: Koma börnunum mínum til manns, læra meira, þéna meira og reyna að njóta lífsins

Spakmæli: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir


Sömu spurningum svarað sextán árum síðar

Atvinna: Fræðslustjóri

Laun: Betri en oft áður

Maki: Jón Ben, hefur fylgt mér síðustu 34 árin. Hann er eins og gott vín, verður betri með aldrinum

Börn: María, hjúkrunarfræðinemi og körfuboltakona, Skapti, lyfjafræðinemi í námshléi og afgreiðslumaður í Fríhöfninni

Bifreið: Nissan Qashqai

Besti bíll: Eyðslugrannur og bilar sjaldan, ekki til í mér bíladella

Versti bíll: Ford Escord, átti slíka druslu á námsárunum í Danmörku

Uppáhaldsmatur: Grilluð nautaribeye, medium rare

Versti matur: Hákarl er það eina sem mér dettur í hug og kannski ostrur

Besti drykkur: Torres Brandy 10 með góðu kaffi

Skemmtilegast í umferðinni: Ökumenn sem gefa séns og taka tillit

Leiðinlegast í umferðinni: Ofurhugar á svaðalegum sportbílum

Gæludýr: Einar Ingi (Dósalingur) ömmustrákurinn minn

Skemmtilegast í vinnunni: Fólkið, verkefnin og partýin

Leiðinlegast í vinnunni: Flækjustigið sem myndast stundum

Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Glaðværð, víðsýni og hjartahlýju

Draumastaðurinn: Elska að ferðast, Berlín er í uppáhaldi þessa dagana

Uppáhalds líkamhluti á konum/körlum: Hvað er flottara en hávaxinn og sterklega byggður karlmaður

Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Alexander Skarsgård er ágætur, er svo góðu vön að þessi var erfið

Bókin á náttborðinu: Er að hlusta á Jón Kalman lesa bók sína Fiskarnir hafa enga fætur á Rás 1. Þvílíkt snilldarverk, er reyndar að lesa/hlusta í þriðja skiptið á þessa bók

Uppáhalds blað/tímarit: Les örsjaldan tímarit

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Grey's Anatomy, Six feet under og alls konar fjölskyldudrama

Íþróttafélag: Keflavík....en líka smá Njarðvík núna út af dótturinni

Uppáhalds skemmtistaður: Mér finnst gaman að fara á tónleika á Rósenberg

Þægilegustu fötin: Náttbuxur og Mikka mús bolurinn minn

Spakmæli: Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig