Mannlíf

Sagði einstaka sögu sína í Múslimunum okkar
Fida í viðtalinu. Skjákot úr þættinum.
Fimmtudagur 5. mars 2015 kl. 11:48

Sagði einstaka sögu sína í Múslimunum okkar

Fida í sjónvarpsþætti Lóu Pindar á Stöð 2.

Fida Abu Libdeh, Suðurnesjamaður ársins, var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 nýverið. Fida er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur.

Í viðtalinu segir Fida m.a. frá því að í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“

Í mörg ár hafi Fida reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kringum hana. Hún hafi í raun lifað tvöföldu lífi mjög lengi því hún hafi verið týnd í lífinu. 
 
Þáttinn má sjá hér og viðtalið við Fidu hefst á mínútu 12:19. 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024