Mannlíf

Örfáir miðar lausir á frumsýningu
Fimmtudagur 27. ágúst 2015 kl. 09:39

Örfáir miðar lausir á frumsýningu

- á Lög unga fólksins í Andrews

Lög unga fólksins þjófstarta Ljósanótt og verður frumsýning í Andrews leikhúsinu á Ásbrú miðvikudaginn 2. september kl. 20:00. Einungis örfáir miðar eru lausir á frumsýningu og gengur miðasala vel að sögn aðstandana en miðasala fer fram á midi.is. Að þessu sinni taka þátt söngvararnir Egill Ólafsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefanía Svavarsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson ásamt stórhljómsveit. Tónlistarstjóri er organistinn Arnór B. Vilbergsson og kynnir líkt og undanfarin ár Kristján Jóhannsson.

Útvarpsþátturinn Lög unga fólksins var sendur út á mánudagskvöldum og segir Kristján flesta kannast við að hafa setið við útvarpstækið, með spóluna tilbúna til þess að taka upp óskalögin sem bárust.

„Kveðjurnar voru svo nokkurs konar samfélagsmiðlar fortíðarinnar, allir sem voru á ballinu í Stapa helgina áður fengu kveðju og svo líka sæti strákurinn á Þ305 sem fékk ástarkveðju frá Sísí. Við ætlum að rifja upp þennan tíðaranda í máli og myndum og flytja þau lög sem heyrðust í þessum útvarpsþætti milli 1960-1990.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024