Mannlíf

  • Nýbakaðar slysavarnakleinur í Garði
  • Nýbakaðar slysavarnakleinur í Garði
Mánudagur 27. apríl 2015 kl. 17:44

Nýbakaðar slysavarnakleinur í Garði

– verða að steikja kleinur fram á kvöld og selja jafnóðum

Ein af stóru fjáröflunum Slysavarnadeildarinnar Unu í Garð er árleg kleinusala. Þessa stundina er verið að steikja kleinur í þúsundavís í aðstöðu deildarinnar í Þorsteinsbúð í Garði.

Á fésbókarsíðu Unu í Garði má sjá að slysavarnadeildarkonur verði fram á kvöld að steikja kleinur í björgunarstöðinni í Garði og að Garðbúar og nærsveitamenn séu velkomnir á staðinn til að kaupa nýbakar kleinur til að hafa með kaffinu eða ískaldri mjólk.

Meðfylgjandi kleinumyndir fylgdu með fésbókarfærslu slysavarnakvenna.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024