Mannlíf

Nammið inni í egginu best
Eva Stefánsdóttir.
Föstudagur 18. apríl 2014 kl. 11:00

Nammið inni í egginu best

Eitt páskaegg á mann er alveg nóg.

„Ég ætla að fara með fjölskylduna í sumarbústað, slappa af og borða góðan mat,“ segir Eva Stefánsdóttir, ráðgjafi í Landsbankanum. Bústaðurinn er í Selvík rétt hjá Þrastarskógi og í eigu bankans. „Þar er hægt að fara út á bát og í mini golf ef veður leyfir. Fín aðstaða þarna. Svo tökum við kannski rúnt, sund á Selfossi eða eitthvað. Þetta verða í raun bara rólegheit.“ 

Eva segir að sonur hennar hafi unnið tvö páskaegg í bingói um daginn í Njarðvíkurskóla og því verði keypt tvö í viðbót. „Eitt á mann, það er alveg nóg. Mér finnast eggin frá Nóa Síríusi best. Reyndar finnst mér nammið inni í eggjunum best. Læt krakkana um hitt.“ 
 
Eva er annars mjög spennt fyrir sumrinu sem senn skellur á þrátt fyrir smá snjókomu sem fylgi hretinu. 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024