Mannlíf

Líf og fjör í Blómakoti
Stelpurnar skemmtu sér vel í Blómakoti.
Miðvikudagur 8. nóvember 2017 kl. 11:40

Líf og fjör í Blómakoti

-Sigga Kling kíkti í heimsókn

Sigríður Klingenberg, betur þekkt sem Sigga Kling, kíkti í heimsókn í Blómakot sem staðsett er í Grindavík. Sigga spáði í bolla með kaffi og rauðvíni og var stemningin notaleg eins og alltaf í Blómakoti. Eigandi Blómakots er Guðfinna Bogadóttir, eða Gugga eins og hún er gjarnan kölluð. Gugga sagði að það hefði heldur betur verið líf og fjör í Blómakoti þennan dag en Sigga Kling var ásamt ljósmyndaranum Áslaugu Snorradóttur að undirbúa nýja bók sem þær munu gefa út saman. Bókin mun fjalla um bolla og hvernig spáð er í þá eða „spádómsbolla“.


Sigga Kling spáir í bolla.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Grindavík er nýi uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Áslaug. „Ég nefndi það við Siggu að kíkja í Blómakot og hún tók vel í það. Við mættum til Guggu en Blómakot setti tóninn fyrir allt um leið og við mættum þar sem öllum lekkerheitum var tjaldað til. Gleðin var í hæstu hæðum hjá okkur langt fram á kvöld. Sigga Kling er ótrúleg og flestar urðu skák og mát yfir því hversu stórkostlegt innsæi hún hefur. Orkan var líka ótrúleg í Blómakoti og mikið af ólíkum konum mættu á svæðið. Allar fylltust þær af gleði og tilhlökkun yfir framtíðinni. Að lokum vorum við allar margblessaðar í botn af hinni mögnuðu og snjöllu Siggu Kling.“