Hjólbörutónleikar á Ljósanótt

- tónleikagestir velja uppáhaldslagið sitt

Hinir sívinsælu Hjólbörutónleikar verða á sínum stað á Ljósanótt í ár en þar munu gleðigjafarnir Arnór B. Vilbergsson, Elmar Þór Hauksson og Kjartan Már Kjartansson bregða á leik og taka við óskalögum tónleikagesta.

Flutt verða lög af 100 laga lista samkvæmt óskum tónleikagesta og má því segja að efnisskráin verði til á staðnum. Hvert lag hefur númer og sá sem galar hæst getur átt von á því að fá lagið sitt flutt.

Tónleikarnir verða haldnir í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 31. ágúst kl. 20. Miðaverð er kr. 1.500 og fer miðasala fram við innganginn. 

Frá Hjólbörutónleikum í troðfullri Keflavíkurkirkju á Ljósanótt í fyrra: