Hefur áhuga á forritun

Grunnskólanemi:
Erna Rós Agnarsdóttir.

Í hvaða skóla ertu?
Holtaskóla.

Hvar býrðu?
Keflavík.

Hver eru áhugamálin þín?
Förðun, baka/elda, klippa myndbönd, laga til, forritun, golf og að ferðast.

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul?
Ég er fimmtán ára í 10. bekk.

Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum?
Helgafríin og starfsdagarnir.

Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift?
Ábyggilega sofa bara  svo kannski fara í FS.

Ertu að æfa eitthvað?
Nei.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Vera með mömmu eða vinum mínum.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Vakna á morgnana.

Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall?
Ég myndi líklegast setja hann bara í vasann og spara, en ef ég þyrfti að eyða honum myndi ég kaupa mér mat.

Án hvaða hlutar getur þú ekki verið?
Kortsins míns, símans og heyrnartólanna.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Ég hef ekki hugmynd, en mig langar að verða forritari eða tölvunarfræðingur.

Uppáhalds matur: Pizza.
Uppáhalds tónlistarmaður: S-X.
Uppáhalds app: Youtube/twitch.
Uppáhalds hlutur: Tölvan mín.
Uppáhalds þáttur: Client List eða 13 Reasons Why.