Mannlíf

Hákarlinum skolað niður með brennivíni
Sunnudagur 28. janúar 2018 kl. 05:00

Hákarlinum skolað niður með brennivíni

Þorranum var fagnað á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ á sjálfan bóndadaginn. Boðið var upp á alíslenskan þorramat úr trogum. Þá var heimilisfólki boðið upp á hákarl og honum svo skolað niður með íslensku brennivíni. Félagar úr Félagi harmonikkuunnenda á Suðurnesjum léku þjóðlega tónlist og starfsfólkið var einnig á þjóðlegum nótum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Sólborg Guðbrandsdóttir tók á þorrablótinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þorrablót á Hlévangi