Mannlíf

Elíza Newman með nýtt lag
Miðvikudagur 27. ágúst 2014 kl. 09:22

Elíza Newman með nýtt lag

Spilar til styrktar Kirkjuvogskirkju á Ljósanótt

Flöskuskeyti er fyrsta lagið af komandi fjórðu sóló breiðskífu Elízu Newman og kemur út 27. ágúst 2014 á Lavaland Records. Lagið verður fáanlegt á Tónlist.is. og er samið af Elízu og Gísla Kristjánssyni sem einnig stjórnar upptökum.

Elíza mun halda tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum (Reykjanesbæ) á Ljósanótt, sunnudaginn 7. september kl.16.00  til að halda upp á útgáfuna og spila ýmis lög af ferlinum allt frá Kolrössu til Eyjafjallajökuls ásamt því að frumflytja nýja lagið. Aðgangur er ókeypis á tónleikana en frjáls framlög til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju sem varð fyrir umtalsverðu tjóni nýverið eru vel þegin. Nýja lagið má heyra hér að neðan.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024