Ætlar að verða leikari

Jón Arnar Birgisson er grunnskólanemi vikunnar. Honum finnst skemmtilegast að gera eitthvað með fjölskyldunni og myndi kaupa sér nammi fyrir þúsund kall.

Grunnskólanemi: Jón Arnar Birgisson.

Í hvaða skóla ertu? Holtaskóla.

Hvar býrðu? Keflavík.

Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti og leiklist.

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gamall? 7. bekk og er 12 ára.

Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Félagslífið.

Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Nei.

Ertu að æfa eitthvað? Fótbolta og leiklist.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Eitthvað með fjölskyldunni.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara í jarðarfarir.

Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Nammi.

Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Rúmsins míns.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikari.

Uppáhalds matur: Rif.

Uppáhalds tónlistarmaður: Jón Jónsson.

Uppáhalds app: Forsa fótbolta appið.

Uppáhalds hlutur: Fótbolti.

Uppáhalds þáttur: Steypustöðin.